ObscuraCam: The Privacy Camera


Nafnleysi á ljósmynd: Taktu myndir og eyddu út auðkennum með þessu tökuforriti

Í heimi mynda sem dreifast út um allt og þar sem greining andlita er daglegt brauð, getur ObscuraCam hjálpað þér við að deila myndum og myndskeiðum án þess að friðhelgi þín og þinna sé sett í uppnám. Með ObscuraCam geturðu móðað og dulbúið andlit í myndefninu þínu. Upplýsingar sem gætu auðkennt þig sem höfund mynda eru fjarlægðar úr skránum til öryggis

  • VERND FYRIR MYNDIRNAR ÞÍNAR: ObscuraCam má nota sem myndavél til að taka venjulegar ljósmyndir, eða til að hreinsa út auðkenni af myndum og myndskeiðum sem þú ert þegar búinn að taka
  • DULBÚÐU ÞIG: Þú getur hulið andlit með grófum mynddílum, móðað (svert) þau eða sett sniðug nef og gleraugu
  • SJÁLFVIRK SKYNJUN ANDLITA: ObscuraCam finnur andlit sjálfvirkt í bæði ljósmyndum og myndskeiðum, þannig að þú getur gert hópa af fólki andlitslausa eða unnið með löng myndskeið
  • MARGAR AÐFERÐIR VIÐ ÚTSTROKUN EINKENNA: Þú getur hulið andlit með grófum mynddílum, fjarlægt þau alveg, eða sett á þau sniðug nef og gleraugu. Þú getur líka móðað allt nema ákveðinn hluta af mynd
  • ÖRUGG DEILING: Við fjarlægjum öll auðkennandi lýsigögn úr myndum, þar með talin GPS staðsetningargögn og gerð tækis, þannig að hægt er að vista verndaðar myndir aftur í myndasafn eða deila beint á Facebook, Twitter eða hverju því forriti sem virkt er með “Deila” eiginleikanum
  • VERNDAR PERSÓNUAUÐKENNI LJÓSMYNDARA: Snjallsímar hengja upplýsingar á hverja einustu mynd sem þeir taka, þar með taldar upplýsingar um gerð tækisins og hvar/hvenær myndin er tekin. ObscuraCam fjarlægir allar þessar upplýsingar
  • VERÐLAUNAFORRIT: ObscuraCam var sigurvegari á Knight News Challenge árið 2013

Vita meira

  • SAMSTARF: ObscuraCam er gert í samstarfi milli öryggissérfræðinganna á Guardian Project verkefninu og WITNESS.org, mannúðarsamtökum sem vilja beisla aflið í frásögnum og myndskeiðum til að opna augu heimsins fyrir mannréttindabrotum
  • VEFSVÆÐIÐ OKKAR: https://GuardianProject.info
  • UM WITNESS: Mannúðarsamtök sem vilja beisla aflið í frásögnum og myndskeiðum til að opna augu heimsins fyrir mannréttindabrotum
  • VEFSVÆÐI WITNESS: http://witness.org
  • Á TWITTER: https://twitter.com/guardianproject & https://twitter.com/witnessorg
  • OPINN OG FRJÁLS HUGBÚNAÐUR: Þetta er frjáls hugbúnaður. Þú getur skoðað grunnkóðann okkar, eða tekið þátt í að gera hann enn betri: https://github.com/guardianproject/ObscuraCam
  • SENDU OKKUR SKILABOÐ: Vantar einhvern eiginleika sem þú getur ekki verið án? Fannstu leiðinda villu? Endilega segðu okkur frá! Við viljum gjarnan heyra hvað þér finnst. Sendu okkur tölvupóst: support@guardianproject.info

andlitagreining, móðun, mynddílun, mannréttindi, aðgerðasinnar, orbot, tor, gagnaleynd, hylja, obscura, lýsigögn, myndavél, myndvinnsla, blaðamaður, blaðamennska, photoshop, myndskeið, fela, mósaík, nafnleysi

Get it on F-Droid Get it on Google Play